Bankarnir eru fórnarlömb

Við erum öll fórnarlömb, og þeir fara verstir út úr því sem hafa eða höfðu mest tökin á því.

Ef húsið þitt hækkar í verði, jafnvel tvöfaldast eða þrefaldast.. myndirðu segja nei við skiptum.. draumahúsinu, bíl og losna við skuldir ? myndirðu freistast til að kaupa annað enn stærra og freistast til að tvöfalda það líka ?

Ég skal ekki fara með það hvar Óli fær staðreyndirnar, en það er ekki erfitt að trúa. Þeir brutu engin lög. En það var vöntunin á lögum sem er vandamálið.

Fólk er að tapa pening útum allan heim á sama hátt og Hollendingar og Bretar í Icesave. Af hverju er Ísland eitt um það að greiða skuldir einkafyrirtækis umfram það sem lagaramminn krefst ? Af hverju eru bandaríkjamenn ekki skuldsettir fyrir bönkum sem fara undir hjá þeim og kosta fólk milljarða. (ég vitna í danska grein, og man ekki nafnið á bönkunum, en dæmin eru til staðar)

Vöntun á lögum er ekki bönkunum að kenna. Það er ekki fólkinu að kenna. Það er ríkisstjórninni að kenna. Bankarnir og fólkið eru einfaldlega fórnarlömb samfélags þar sem það tíðkast að kúla upp hús og fyrirtæki. Þar sem það er "normið" verður sá sem gerir það ekki einfaldlega undir.

Hvernig á þá að mismuna milli hver olli hverju ? Allt Ísland tók þátt í þessu með húsnæðverðunum. Er það okkur sjálfum að kenna ?
Við erum öll fórnarlömb fjármálakerfisins. Þeir sem áttu að sjá um að hefta og halda í taumana var mútað af fjármálaiðnaðinum.

Peningar eru orðin svo afstæð vara að fólk skilur ekki lengur tilgangin með honum.

Ef ég fengi að ráða myndi ég einfaldlega stokka hlutina upp á andskoti rauðan máta.

Endurmeta á raunsæann hátt fólk og fyrirtæki og einfaldlega koma fólki fyrir eins og fólk á að búa.

niður með kapítalismann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband