Ábyrgdin liggur hja bonkunum

Hverjum er um ad kenna þegar svona gerist ?

 Það er auðvelt að segja það nautheimskt folk sem tekur eða tók lán fyrir öllu

 En er það virkilega fólkinu sjálfu að kenna ?

Ég hélt að i bönkum ynnu viðskipta- og fjármálasérfræðingar, sem byggðu sér upp einhvers konar hugmyndir um hvað sé að gerast i samfélaginu. Og reyndar er það HUNDRAÐ PRÓSENT RÉTT!

Þeir vita alveg hvað þeir voru að gera. Þeir klína út auglýsingum um myntkörfulán, hvetja lántöku og fræða ráðgjafa sína útí bláinn um að fólki skuli ráðlagt að taka lán i erlendum gjaldmiðlum. Og af hverju i andskotanum ? Ef bankinn hefði sjálfur haldið því fram sem það blekkti fólk með, að krónan væri sterk, og einungis á uppleið, þá hefðu þeir tapað mest á því sjálfir að gefa út lán í erlendum myntum.

Þeir vissu að krónan væri komin á toppinn og ekkert lægi fyrir nema stöðnun, rýrnun eða HRUN.

Og hvað leggur bankinn up með sem ÞJÓNUSTU ? FjármálaRÁÐGJAFAR ?? Fólk sem fær ekki fjármálaritgerðir um hugsanlegt hrun íslensks hagkerfis leitar til annara sem gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar á sínu sviði. Og það er einfaldlega platað í þessa gildru.

ATH þetta er ekki skot á hið almenna þjónustufólk bankanna. Það var ekki þeirra að hanna þessa blekkingu. Markaðssetja fjármálagildru. Þeir taka saklaust við fyrirmælum bankans og er talið í trú um að erlend lán séu voða snjöll.

Þessu ábyrgðarleysi skal svara af HÖRKU. Nú þegar meira en hálf þjóðin er lömuð. Fari þeir í r------ með að innheimta slíkar skuldir. Hinn almenni borgari ber ekki ábyrgð á að vita um slíka hluti. Við erum ekki öll menntaðir hagfræðingar.

Mín ábyrgð liggur í að gera mína vinnu rétt, og samviskusamlega. Ef ég geri mistök á mínum vinnustað er það á minni ábyrgð að laga eða leiðrétta.

Ég styð greiðsluverkfall!

ES. Ég var ekki illa úti í kreppunni. Ef eitthvað standa mín mál betri hvað varðar Íslensk lán, þar sem ég flutti til DK vel fyrir kreppu með Íslensk lán. En ég hef unnið hjá fasteignasölu og séð ALLTof mörg dæmi af ofangreindum blekkingum. 

 


mbl.is Saka ráðherra um hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband